Telur ekki að Katrín hafi gert mistök Tómas Arnar Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júní 2024 15:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, telur ekki að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök með því að gefa kost á sér til embætti forseta Íslands. Vísir/Vilhelm „Í þessari kosningabaráttu svona heilt yfir þá fannst mér inntak forsetaembættisins vera svolítið á reiki. Það var mjög ólík sýn sem að birtist frá frambjóðendum á það hversu víðtæk völd forsetans væru og mér fannst á köflum umræðan um áhugasvið frambjóðenda teygja sig langt inn fyrir mörk stjórnmálanna. Verið var að ræða mál sem að jafnaði eru gerð upp með lýðræðislegum hætti á Alþingi.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira