Telur ekki að Katrín hafi gert mistök Tómas Arnar Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júní 2024 15:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, telur ekki að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök með því að gefa kost á sér til embætti forseta Íslands. Vísir/Vilhelm „Í þessari kosningabaráttu svona heilt yfir þá fannst mér inntak forsetaembættisins vera svolítið á reiki. Það var mjög ólík sýn sem að birtist frá frambjóðendum á það hversu víðtæk völd forsetans væru og mér fannst á köflum umræðan um áhugasvið frambjóðenda teygja sig langt inn fyrir mörk stjórnmálanna. Verið var að ræða mál sem að jafnaði eru gerð upp með lýðræðislegum hætti á Alþingi.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent