Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2024 12:15 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira