Ótrúlegur barnaskapur forsetaframbjóðenda Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. júní 2024 14:00 Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun