Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2024 10:45 Svona birtist forsíða vefsíðunnar Euromore þegar leitað er að henni á íslensku. Íslenska útgáfan virðist byggja á vélþýðingu. Euromoe er aðgengileg á flestum Evrópumálum. Skjáskot/Euromore Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. Danska ríkisútvarpið komst yfir skjöl frá erlendri leyniþjónustustofnun sem sýna hvernig sjóður á vegum rússneskra stjórnvalda hefur verið notaður til þess komast í kringum refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og há upplýsingastríð í Evrópu. Sjóðurinn nefnist Pravfond og er að nafninu til ætlað að aðstoða Rússa sem búa erlendis. Afhjúpun DR og hóps evrópskra fjölmiðla leiddi þó í ljós að Pravfond hefur varið milljónum evra í að fjármagna áróðursherferðir fyrir ríkisstjórn Vladímírs Pútín þrátt fyrir að sjóðurinn megi ekki starfa í Evrópu vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Á meðal þess sem Pravfond hefur fjármagnað er vefsíðan Euromore. Samkvæmt skjölunum sem DR komst yfir frá Pravfond var vefsíðan stofnuð gagngert til þess að fegra ímynd Rússlands eftir að Evrópusambandið bannaði rússnesku ríkismiðlunum RT og Spútnik að senda út í Evrópu mánuði eftir að innrásin í Úkraínu hófst árið 2022. Euromore birtir greinar þar sem talað er um „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“, „Rússafælni í Evrópu“ og „vernd rússneskunnar“. Það eru allt hugðarefni og orðfæri stjórnvalda í Kreml. Vefsíðan er nú til á næstum öllum tungumálum í Evrópu, þar á meðal á íslensku. Vélþýðing af erlendu máli Íslenskan á Euromore fengi þó líklega Jónas Hallgrímsson til þess að snúa sér í gröfinni. „Fjölmiðlum gegn stríðinu er verið að kreista út úr Evrópu. Undirbúningur fyrir þriðju heimsstyrjöldina?“ básúnar vefurinn í stærstu fyrirsögninni á forsíðunni. Greinin fjallar um umfjöllun fjölmiðlahópsins sem stóð að afhjúpuninni á Pravfond um helgina og virðist hafa verið snúið úr rússnesku yfir á íslensku með vélþýðingu. Aðrar fyrirsagnir á síðunni segja meðal annars „Bandaríkin eru að undirbúa Evrópu sem lamb til slátrunar“ og „Bandarísk yfirvöld ritskoða gagnrýni á átökin í Úkraínu“. DR segir að skjölin frá Pravfond sýni að aðstandendur Euromore reyni vísvitandi að komast í kringum viðskiptaþvinganir ESB með því að láta líta út fyrir að vefsíðan hafi ritstjórnarskrifstofur í nágrenni Brussel. Síðunni sé þó raunverulega stýrt frá Moskvu. Belgíski fjölmiðilinn Knack sem DR átti í samstarfi við heimsótti meint heimilisfang Euromore í Brussel en fann hvorki tangur né tetur þar. Umsjónarmaður byggingarinnar hafði engar upplýsingar um að Euromore eða Pravfond hefðu nokkru sinni leigt skrifstofu þar. Lygar og hreinn þvættingur Sérfræðingar sem DR ræddi við um Euromore telja að vefsíðan sé hluti af tilraunum Rússa til þess að grafa undan stuðningi Evrópuríkja við Úkraínu, sýna Rússland í jákvæðu ljósi og gagnrýna vestræn ríki. „Þegar við lítum á hvernig Rússland notar fréttasíður þá er það langt út fyrir öll viðmið í blaðamennsku og stór hluti af þessu er gabb, blekkingar, lygar og hreinn þvættingur,“ segir Søren Liborius, sérfræðingur í rússneskum upplýsingahernaði hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins. Í áðurnefndri grein á Euromore sem birtist í dag er því haldið fram að tugir áhugamanna sem séu andsnúnir stríðinu standi að síðunni. „Við höfum okkar eigin ritstjórn og erum ekki í samstarfi við rússnesk samtök, stofnanir eða yfirvöld. Við birtum aðeins áreiðanlegar upplýsingar og styðjum ekki neitt pólitískt afl!“ Styrktu vörn vopnasala og leigumorðingja Netáróður er ekki það eina sem Pravfond hefur fyrir stafni. Sjóðurinn tók þátt í að greiða fyrir málsvörn Viktors Bout, alræmds vopnasala, sem var í fangelsi í Bandaríkjunum þar til honum var sleppt í skiptum fyrir körfuboltakonuna Brittney Griner árið 2022, og Vadims Krasikov, rússnesks leigumorðingja sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tjetjenskan uppreisnarmann í Dýragarðinum í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Yfirmenn Pravfond í Evrópu koma úr röðum fyrrverandi leyniþjónustumanna, að sögn The Guardian. Vladímír Pozdorovkin, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar SVR, er sagður stjórna starfsemi Pravfond á Norðurlöndum og i Eystrasaltsríkjunum. Pravfond var stofnað með forsetatilskipun árið 2012. Sjóðurinn heyrir undir rússneska utanríkisráðuneytið og ríkisstofnun sem dreifir aðstoð erlendis. Alexander Udaltsov, forstöðumaður Pravfond, er á refsilista Evrópusambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Danska ríkisútvarpið komst yfir skjöl frá erlendri leyniþjónustustofnun sem sýna hvernig sjóður á vegum rússneskra stjórnvalda hefur verið notaður til þess komast í kringum refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og há upplýsingastríð í Evrópu. Sjóðurinn nefnist Pravfond og er að nafninu til ætlað að aðstoða Rússa sem búa erlendis. Afhjúpun DR og hóps evrópskra fjölmiðla leiddi þó í ljós að Pravfond hefur varið milljónum evra í að fjármagna áróðursherferðir fyrir ríkisstjórn Vladímírs Pútín þrátt fyrir að sjóðurinn megi ekki starfa í Evrópu vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Á meðal þess sem Pravfond hefur fjármagnað er vefsíðan Euromore. Samkvæmt skjölunum sem DR komst yfir frá Pravfond var vefsíðan stofnuð gagngert til þess að fegra ímynd Rússlands eftir að Evrópusambandið bannaði rússnesku ríkismiðlunum RT og Spútnik að senda út í Evrópu mánuði eftir að innrásin í Úkraínu hófst árið 2022. Euromore birtir greinar þar sem talað er um „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“, „Rússafælni í Evrópu“ og „vernd rússneskunnar“. Það eru allt hugðarefni og orðfæri stjórnvalda í Kreml. Vefsíðan er nú til á næstum öllum tungumálum í Evrópu, þar á meðal á íslensku. Vélþýðing af erlendu máli Íslenskan á Euromore fengi þó líklega Jónas Hallgrímsson til þess að snúa sér í gröfinni. „Fjölmiðlum gegn stríðinu er verið að kreista út úr Evrópu. Undirbúningur fyrir þriðju heimsstyrjöldina?“ básúnar vefurinn í stærstu fyrirsögninni á forsíðunni. Greinin fjallar um umfjöllun fjölmiðlahópsins sem stóð að afhjúpuninni á Pravfond um helgina og virðist hafa verið snúið úr rússnesku yfir á íslensku með vélþýðingu. Aðrar fyrirsagnir á síðunni segja meðal annars „Bandaríkin eru að undirbúa Evrópu sem lamb til slátrunar“ og „Bandarísk yfirvöld ritskoða gagnrýni á átökin í Úkraínu“. DR segir að skjölin frá Pravfond sýni að aðstandendur Euromore reyni vísvitandi að komast í kringum viðskiptaþvinganir ESB með því að láta líta út fyrir að vefsíðan hafi ritstjórnarskrifstofur í nágrenni Brussel. Síðunni sé þó raunverulega stýrt frá Moskvu. Belgíski fjölmiðilinn Knack sem DR átti í samstarfi við heimsótti meint heimilisfang Euromore í Brussel en fann hvorki tangur né tetur þar. Umsjónarmaður byggingarinnar hafði engar upplýsingar um að Euromore eða Pravfond hefðu nokkru sinni leigt skrifstofu þar. Lygar og hreinn þvættingur Sérfræðingar sem DR ræddi við um Euromore telja að vefsíðan sé hluti af tilraunum Rússa til þess að grafa undan stuðningi Evrópuríkja við Úkraínu, sýna Rússland í jákvæðu ljósi og gagnrýna vestræn ríki. „Þegar við lítum á hvernig Rússland notar fréttasíður þá er það langt út fyrir öll viðmið í blaðamennsku og stór hluti af þessu er gabb, blekkingar, lygar og hreinn þvættingur,“ segir Søren Liborius, sérfræðingur í rússneskum upplýsingahernaði hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins. Í áðurnefndri grein á Euromore sem birtist í dag er því haldið fram að tugir áhugamanna sem séu andsnúnir stríðinu standi að síðunni. „Við höfum okkar eigin ritstjórn og erum ekki í samstarfi við rússnesk samtök, stofnanir eða yfirvöld. Við birtum aðeins áreiðanlegar upplýsingar og styðjum ekki neitt pólitískt afl!“ Styrktu vörn vopnasala og leigumorðingja Netáróður er ekki það eina sem Pravfond hefur fyrir stafni. Sjóðurinn tók þátt í að greiða fyrir málsvörn Viktors Bout, alræmds vopnasala, sem var í fangelsi í Bandaríkjunum þar til honum var sleppt í skiptum fyrir körfuboltakonuna Brittney Griner árið 2022, og Vadims Krasikov, rússnesks leigumorðingja sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tjetjenskan uppreisnarmann í Dýragarðinum í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Yfirmenn Pravfond í Evrópu koma úr röðum fyrrverandi leyniþjónustumanna, að sögn The Guardian. Vladímír Pozdorovkin, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar SVR, er sagður stjórna starfsemi Pravfond á Norðurlöndum og i Eystrasaltsríkjunum. Pravfond var stofnað með forsetatilskipun árið 2012. Sjóðurinn heyrir undir rússneska utanríkisráðuneytið og ríkisstofnun sem dreifir aðstoð erlendis. Alexander Udaltsov, forstöðumaður Pravfond, er á refsilista Evrópusambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira