Urðu að sætta sig silfrið þrátt fyrir magnaða endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 15:52 Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með Fredericia og var bara hársbreidd frá því að gera liðið að dönskum meisturum. Getty/Henk Seppen Álaborg tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur á Fredericia, 27-26, í hreinum úrslitaleik um titilinn í dag. Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum. Danski handboltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum.
Danski handboltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn