Einkunnir Íslands: Glódís dró vagninn í Austurríki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:19 Íslensku stelpurnar stilla sér upp fyrir leik dagsins. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Austurríki í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira