Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2024 15:22 Arnar Þór var með svörin á reiðum höndum en Höllu Tómasdóttur gekk verr. vísir/vilhelm Kappræður Stöðvar 2, sem fram fóru í gær, voru brotnar upp með ýmsu móti. Meðal annars fengu frambjóðendur hraðaspurningar og gekk þeim afar misjafnlega. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan: Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan:
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira