Leikmannsamtökin hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 09:01 Það er mikið álag á bestu knattspyrnumönnum heims og Lionel Messi þurfti oft að kynnast. Vandamálið er að það er alltaf að aukast. Getty/Kaz Photography Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPro og PFA segjast vera tilbúin að fara í verkfall vegna áhyggjum þeirra um ofhlaðna leikjadagskrá bestu leikmanna heims. FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira