Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 20:00 Ummæli Höllu Hrundar Logadóttur um mögulega sölu á Landsvirkjun hafa vakið athygli. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira