„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2024 17:01 Ljóst er að varnargarðar við Grindavík hafa bjargað því að byggðin færi undir hraun. Vísir/Vilhelm Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira