Vopnið gegn hatri Kristín Sigrún Áss Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2024 07:00 Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun