Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 17:01 Hanna Katrín segir að hægt sé að afnema ríkiseinokun með skýrum takmörkunum. Eyjólfur segir að það sé í raun búið að gera það með því að leyfa netsölu áfengis. Vísir/Ívar Fannar og Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Það eru heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir og svo félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er nú kannski ekki nema von að aðrir séu í vafa með þetta,“ segir Hanna Katrín sem ræddi þessi áfengismál ásamt Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Hanna Katrín segir sögulega hafa verið tekist á um ríkiseinokun ÁTVR og þá hafi verið tekist á um það hvort það ætti að hætta einokun, hvort það væri hægt að selja samhliða í Vínbúð og annars staðar eins og í sérvöru- eða matvöruverslunum. Hanna Katrín segir að hennar mati sé ríkiseinokun barn síns tíma. Það sé hægt að skrifa lög sem tryggi sölu í sérverslunum en það sé stærri biti að samþykkja að slík vara sé seld í matvöruverslunum. „Síðan breytast tímarnir og netverslun verður algeng,“ segir hún og að inn í umræðuna komi líka sjónarmið vegna EES-samninga. Það sé því komin tími til að skoða áfengislöggjöfina. Gera eins og Costco Hanna Katrín segist ekki sjá stóra frétt í því að Hagkaup ætli sér að koma inn á áfengissölumarkað. Costco hafi um nokkra hríð haft sama fyrirkomulag og Hagkaup ætli að hafa. Það sé pantað á netinu og svo sótt. Áfengið verði ekki inn í matvöruversluninni og það muni þurfa að skrá sig inn til að panta með rafrænum skilríkjum. Hanna Katrín segir áríðandi að íslensk áfengislöggjöf verði tekin til skoðunar og breytt þannig hún rúmi allar þær öru breytingar sem eigi sér stað í samfélaginu, með til dæmis tilkomu öflugrar netverslunar og breyttum viðskiptaháttum almennings sem breyttust mikið í heimsfaraldri Covid. Eyjólfur Ármannsson segir málið eitt það furðulegasta sem hann hafi upplifað eða fylgst með. Netsala með áfengi sé smásala og það sé verið að brjóta á áfengislöggjöfinni með augljósum hætti með netsölunni. Auk þess sé brotið á ákvæðum um auglýsingasölu daglega því á Facebook megi auglýsa áfengi. Það má ekki í íslenskum fjölmiðlum eða vefsíðum. „Þetta er stórundarlegt mál,“ segir Eyjólfur. Hann segir að það þurfi ekki að breyta neinum lögum heldur þurfi einfaldlega að virkja eftirlit og nýta þau ákvæði sem til eru í lögum til að tryggja að þeim sé fylgt. Hann segir að verið sé að blekkja Íslendinga með því að telja þeim í trú um að það sé einhver glufa í lögunum. Það sé ekki þannig. Ef það eigi að leyfa þessa sölu þá sé með því verið að afnema einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi. „Það er verið núna að afnema löggjöf, gildandi löggjöf, án aðkomu Alþingis. Það er ólýðræðislegt.“ Hægt að breyta með takmörkunum Hanna Katrín segir eina leið að taka þetta í litlum skrefum eins og var gert til dæmis þegar litlum framleiðendum var gert heimilt að selja sjálf sína vöru. Hún segir mögulegt að taka mörg lítil skref í átt að afnema ríkiseinokun en á sama tíma tryggja að gætt sé að lýðheilsusjónarmiðum. „Ég held að það að afnema ríkiseinokunina með mjög skýrum takmörkunum sé leiðin áfram.“ Við eigum ekki að líða lögbrot en við þurfum að vera sammála um það hvert lögbrotið er. Eyjólfur hefur beitt sér fyrir þessu máli í nefnd Alþingis. Hann segist hafa reynt að fá ríkissaksóknara en hún hafi ekki viljað koma. Fulltrúi lögreglunnar hafi komið á fund en sagt málið ekki í forgangi. Hann segir lögreglu ekki mega hundsa lögbrot en Hanna Katrín bendir á að mannekla er innan lögreglu og fjárskortur og önnur mál, eins og ofbeldisbrot, geti tekið forgang. Eyjólfur segir fjögur ár liðin frá því að slík netverslun hófst og ekkert hafi verið gert til að reyna að stöðva hana. „Þetta er algjörlega komið úr böndunum.“ Eyjólfur bendir á að samskonar mál hafi farið fyrir dómstóla í Svíþjóð og Danmörku. Í Svíþjóð hafi niðurstaðan verið sú að vöruafhendingin og lagerinn verði að vera erlendis. „Hérna er verið að afgreiða áfengi og afhenda innan 30 mínútna, á Íslandi,“ segir Eyjólfur og að þetta sé augljós brotastarfsemi. Ríkissaksóknari og lögregla þurfi að svara fyrir það að þau haf ekki brugðist við þessari starfsemi. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengisandur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Það eru heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir og svo félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er nú kannski ekki nema von að aðrir séu í vafa með þetta,“ segir Hanna Katrín sem ræddi þessi áfengismál ásamt Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Hanna Katrín segir sögulega hafa verið tekist á um ríkiseinokun ÁTVR og þá hafi verið tekist á um það hvort það ætti að hætta einokun, hvort það væri hægt að selja samhliða í Vínbúð og annars staðar eins og í sérvöru- eða matvöruverslunum. Hanna Katrín segir að hennar mati sé ríkiseinokun barn síns tíma. Það sé hægt að skrifa lög sem tryggi sölu í sérverslunum en það sé stærri biti að samþykkja að slík vara sé seld í matvöruverslunum. „Síðan breytast tímarnir og netverslun verður algeng,“ segir hún og að inn í umræðuna komi líka sjónarmið vegna EES-samninga. Það sé því komin tími til að skoða áfengislöggjöfina. Gera eins og Costco Hanna Katrín segist ekki sjá stóra frétt í því að Hagkaup ætli sér að koma inn á áfengissölumarkað. Costco hafi um nokkra hríð haft sama fyrirkomulag og Hagkaup ætli að hafa. Það sé pantað á netinu og svo sótt. Áfengið verði ekki inn í matvöruversluninni og það muni þurfa að skrá sig inn til að panta með rafrænum skilríkjum. Hanna Katrín segir áríðandi að íslensk áfengislöggjöf verði tekin til skoðunar og breytt þannig hún rúmi allar þær öru breytingar sem eigi sér stað í samfélaginu, með til dæmis tilkomu öflugrar netverslunar og breyttum viðskiptaháttum almennings sem breyttust mikið í heimsfaraldri Covid. Eyjólfur Ármannsson segir málið eitt það furðulegasta sem hann hafi upplifað eða fylgst með. Netsala með áfengi sé smásala og það sé verið að brjóta á áfengislöggjöfinni með augljósum hætti með netsölunni. Auk þess sé brotið á ákvæðum um auglýsingasölu daglega því á Facebook megi auglýsa áfengi. Það má ekki í íslenskum fjölmiðlum eða vefsíðum. „Þetta er stórundarlegt mál,“ segir Eyjólfur. Hann segir að það þurfi ekki að breyta neinum lögum heldur þurfi einfaldlega að virkja eftirlit og nýta þau ákvæði sem til eru í lögum til að tryggja að þeim sé fylgt. Hann segir að verið sé að blekkja Íslendinga með því að telja þeim í trú um að það sé einhver glufa í lögunum. Það sé ekki þannig. Ef það eigi að leyfa þessa sölu þá sé með því verið að afnema einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi. „Það er verið núna að afnema löggjöf, gildandi löggjöf, án aðkomu Alþingis. Það er ólýðræðislegt.“ Hægt að breyta með takmörkunum Hanna Katrín segir eina leið að taka þetta í litlum skrefum eins og var gert til dæmis þegar litlum framleiðendum var gert heimilt að selja sjálf sína vöru. Hún segir mögulegt að taka mörg lítil skref í átt að afnema ríkiseinokun en á sama tíma tryggja að gætt sé að lýðheilsusjónarmiðum. „Ég held að það að afnema ríkiseinokunina með mjög skýrum takmörkunum sé leiðin áfram.“ Við eigum ekki að líða lögbrot en við þurfum að vera sammála um það hvert lögbrotið er. Eyjólfur hefur beitt sér fyrir þessu máli í nefnd Alþingis. Hann segist hafa reynt að fá ríkissaksóknara en hún hafi ekki viljað koma. Fulltrúi lögreglunnar hafi komið á fund en sagt málið ekki í forgangi. Hann segir lögreglu ekki mega hundsa lögbrot en Hanna Katrín bendir á að mannekla er innan lögreglu og fjárskortur og önnur mál, eins og ofbeldisbrot, geti tekið forgang. Eyjólfur segir fjögur ár liðin frá því að slík netverslun hófst og ekkert hafi verið gert til að reyna að stöðva hana. „Þetta er algjörlega komið úr böndunum.“ Eyjólfur bendir á að samskonar mál hafi farið fyrir dómstóla í Svíþjóð og Danmörku. Í Svíþjóð hafi niðurstaðan verið sú að vöruafhendingin og lagerinn verði að vera erlendis. „Hérna er verið að afgreiða áfengi og afhenda innan 30 mínútna, á Íslandi,“ segir Eyjólfur og að þetta sé augljós brotastarfsemi. Ríkissaksóknari og lögregla þurfi að svara fyrir það að þau haf ekki brugðist við þessari starfsemi.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengisandur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31
„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13