Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2024 14:15 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, líst illa á innkomu Hagkaups á áfengismarkað. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups tilkynntu það í vikunni að í næsta mánuði muni viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. „Mér líst ekkert á það. Auðvitað hefur verið í umræðunni að hún er ólögleg eins og hún er og verið að reyna að ná utan um það. Að öðru leyti hef ég ekki kynnt mér þeirra áform,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Nokkur fyrirtæki stunda nú þegar slíka netsölu. Willum segir góðar ástæður til að verja rétt ÁTVR til einkasölu. „Nú verð ég auðvitað sem heilbrigðisráðherra að horfa á þetta út frá lýðheilsu og út frá stóra samhenginu. Við erum með einkasölu, ÁTVR, af ástæðu vegna þess að það þykir æskilegt form með þessa vandmeðförnu vöru í lýðheilsulegu tilliti og það ber að verja það,“ segir Willum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á netsölunni. Telurðu að það þurfi að fara í eitthvað átak? „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum og lögreglan fari í málið á þeim forsendum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna, lýsti sömuleiðis algerri andstöðu við áfengissölu Hagkaups í grein sem birtist á Vísi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki sammála kollegum sínum. „Það hefur verið mín skoðun að setja almennilega og skýra umgjörð um þessa innlendu netverslun með áfengi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda því til haga að þessi starfsemi er nú þegar heimil í gegnum EES samninginn. Það á þá bara við um erlendar netverslanir og mér finnst það ótæk staða sem leiðir til mikils ójafnræðis á markaði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Bæði formaður Vinstri grænna og heilbrigðisráðherra hafa lýst sinni skoðun og ég held að það sé ekkert launungamál að þeirra flokkar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hugmynd sem netsala er. Aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn talað fyrir meira frjálsræði á þessum markaði.“ Guðrún hefur boðað breytingar á áfengislögum en segir ólíklegt að frumvarp þess efnis verði tekið fyrir á Alþingi á þessum þingvetri. „Við þurfum að koma þessari starfsemi í betra horf.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verslun Netverslun með áfengi Matvöruverslun Tengdar fréttir Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 „Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54
„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 23. maí 2024 21:13