Heimsóttu 160 battavelli á átta dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 21:01 (f.h.t.v.) Stefán Örn, Heimir og Aron Örn tóku út alla battavelli landsins. Sá besti: Í Borgarnesi. Vísir/Ívar Fannar Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga. Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir. Krakkar Fótbolti Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir.
Krakkar Fótbolti Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira