Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Sunna Sæmundsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. maí 2024 21:02 Aníta Berkeley heldur hér á hringlu dóttur sinnar Winter Ivy sem lést í haust. Hún er ósátt við skýringar heilbrigðiskerfisins á andlátinu og vill að einhver axli ábyrgð. vísir/Einar Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08