Fjármálastjórinn orðinn sveitarstjóri Árni Sæberg skrifar 23. maí 2024 11:09 Sylvía hefur leyst Harald Þór af hólmi. Hann verður þó áfram í fullu starfi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira