„Þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:40 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Afturelding tapaði gegn FH á heimavelli 27-28. FH-ingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
„Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira