Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 15:52 Það að Bjarni hafi ferðast með farþegaflugvél vekur athygli fjölmiðla Kenía sem hafa fjallað um rándýra ferð eigin forseta til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm/Getty Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. „Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía. Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía.
Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira