Draumórar að löggæsla muni ekki skerðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2024 15:01 Lögreglumenn við störf. Vísir/vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi. Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi.
Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47
Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53