Björn Þorláks segir Katrínu ekki virða sig viðlits Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 13:36 Björn og Gunnar Smári halda því fram að Katrín forðist sig eins og heitan eldinn. vísir/vilhelm Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni. Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé. Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé.
Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00