Fótbolti

Víkingarnir fyrr­verandi öflugir í Noregi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Júlíus Magnússon og félagar fagna eftir að hann kom liði sínu yfir.
Júlíus Magnússon og félagar fagna eftir að hann kom liði sínu yfir. @fredrikstadfk

Júlíus Magnússon og Logi Tómasson, fyrrverandi leikmenn Víkings hér á landi, spiluðu í dag stóra rullu í sigrum liða sinna í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fyrirliðinn Júlíus spilaði allan leikinn á miðri miðjunni þegar Fredrikstad lagði Lilleström 3-0 á útivelli. Júlíus kom sínum mönnum á bragðið með marki á 41. mínútu en gestirnir bættu við tveimur mörkum undir lok leiks.

Logi Tómasson var í vinstri vængbakverði Stromsgodset þegar liðið lagði fyrrverandi lærisveina Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund 2-0. Logi lagði upp síðara mark leiksins á 53. mínútu.

Anton Logi Lúðvíksson kom inn af bekknum hjá Haugesund á meðan Hlynur Freyr Karlsson sat allan leikinn á varamannabekknum.

Patrik Sigurður Gunnarsson nældi sér í gult spjald þegar hann hélt marki sínu hreinu í 3-0 sigri Viking á Sandefjord.

Fredrikstad er með 20 stig í 3. sæti deildarinnar, Viking er með 15 stig í 5. sæti og Stromsgodset er með 13 stig í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×