Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 21:31 Trausti Haraldsson er framkvæmdastjóri Prósents. Vísir/Sigurjón Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira