Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2024 08:53 Gísli Rafn segir betur hægt að sinna Íslendingum á Spáni. Þúsundir búi þar og tugþúsundir ferðist þangað árlega. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. Fjallað var um það í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að tillaga utanríkisráðuneytisins væri til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umræðu nefndarinnar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að gert væri ráð fyrir 45 milljóna stofnkostnaði á fyrsta árinu, 2025, en að rekstrarkostnaður yrði um 132 milljónir á ári. Það væri til að mæta kostnaði við tvo starfsmenn sem myndu vinna í sendiráðinu, það er sendiherra og staðgengil hans, starfsmenn sem eru ráðin á staðnum, húsaleigu og annan rekstrarkostnað. Gísli Rafn er sérstakur áhugamaður um sendiráð á Spáni og fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alla þingmenn Pírata hafa búið erlendis og þurft að leita aðstoðar hjá sendiráði. Vegna týnds vegabréfs eða til að kjósa til dæmis. Í samtölum þeirra við Íslendinga sem búa erlendis hafi komið fram skýr vilji til að bæta þessa þjónustu, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. „Þar sem það er mjög erfitt fyrir þau að fá alla þá venjulegu þjónustu sem Íslendingar erlendis geta fengið þar sem sendiráð eru til staðar,“ segir hann og að þingflokkurinn hafi því farið að ýta á málið. Hann segir það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ segir Gísli Rafn og að sem dæmi sé 80 prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veitir vegna fólks á Spáni. Þjónustan sem sé þegar veitt sé því umfangsmikil. Sem dæmi hafi 25 einstaklingar látist á Spáni árið 2022 sem utanríkisráðuneytið hafi þurft að aðstoða við að koma heim. Þá eiga Íslendingar um fjögur þúsund hús í kringum Alicante og um þúsund á Kanaríeyjum. Auk þeirra sem búi þarna ferðist um 60 til 70 þúsund Íslendingar árlega til Spánar. Ellefu kjörræðissmenn á Spáni Gísli segir að í augnablikinu sjái sendiráðið í París um alla þjónustu við fólk á Spáni og til að bæta við þjónustuna séu kjörræðismenn. Það séu sjálfboðaliðar, yfirleitt fólk frá landinu sem um ræðir. Á Spáni séu ellefu slíkir en þeir séu að drukkna í verkefnum og það bætist aðeins ofan á nú þegar það eiga að fara fram kosningar. Gísli segir að það sé vilji á þinginu til að hugsa betur um þá Íslendinga sem búa á Spáni. Þær upphæðir sem séu til umræðu séu ekki stórar miðað við hvað er eytt í utanríkisþjónustu yfir höfuð. Verði sendiráðið opnað verður það staðsett í Madríd, höfuðborg Spánar, sem er í töluverðri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem Íslendingar hafa fjölmennt. Þannig muni enn vera þörf á kjörræðismönnunum en að þeir fái betri stuðning. Þá sé það algengt að starfsmaður sendiráðsins myndi til dæmis fara til Kanaríeyja í viku ef það væru kosningar, til að aðstoða. „Það er flóknara að vera að senda einhvern frá Frakklandi því það er líka stórt land og þar eru líka Íslendingar sem þarf að sinna.“ Rætt í nefnd Gísli Rafn segir málið nú til umræðu í fjárlaganefndinni og að hann beri miklar vonir til þess að nefndin muni hlusta á bæði ráðuneytið og Íslendinga á Spáni og bæti þessu inn í áætlun. „Þegar þingið kemur saman í haust fáum við fjárlögin fyrir næsta ár og þau eiga að vera svona nokkurn veginn eins og áætlunin er, nema kannski með litlum breytingum. Þá er þetta komið á fjárlög og þá væri hægt að opna sendiráð í byrjun næsta ár.“ Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu Sendiráð Íslands Utanríkismál Spánn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að tillaga utanríkisráðuneytisins væri til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umræðu nefndarinnar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að gert væri ráð fyrir 45 milljóna stofnkostnaði á fyrsta árinu, 2025, en að rekstrarkostnaður yrði um 132 milljónir á ári. Það væri til að mæta kostnaði við tvo starfsmenn sem myndu vinna í sendiráðinu, það er sendiherra og staðgengil hans, starfsmenn sem eru ráðin á staðnum, húsaleigu og annan rekstrarkostnað. Gísli Rafn er sérstakur áhugamaður um sendiráð á Spáni og fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alla þingmenn Pírata hafa búið erlendis og þurft að leita aðstoðar hjá sendiráði. Vegna týnds vegabréfs eða til að kjósa til dæmis. Í samtölum þeirra við Íslendinga sem búa erlendis hafi komið fram skýr vilji til að bæta þessa þjónustu, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. „Þar sem það er mjög erfitt fyrir þau að fá alla þá venjulegu þjónustu sem Íslendingar erlendis geta fengið þar sem sendiráð eru til staðar,“ segir hann og að þingflokkurinn hafi því farið að ýta á málið. Hann segir það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ segir Gísli Rafn og að sem dæmi sé 80 prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veitir vegna fólks á Spáni. Þjónustan sem sé þegar veitt sé því umfangsmikil. Sem dæmi hafi 25 einstaklingar látist á Spáni árið 2022 sem utanríkisráðuneytið hafi þurft að aðstoða við að koma heim. Þá eiga Íslendingar um fjögur þúsund hús í kringum Alicante og um þúsund á Kanaríeyjum. Auk þeirra sem búi þarna ferðist um 60 til 70 þúsund Íslendingar árlega til Spánar. Ellefu kjörræðissmenn á Spáni Gísli segir að í augnablikinu sjái sendiráðið í París um alla þjónustu við fólk á Spáni og til að bæta við þjónustuna séu kjörræðismenn. Það séu sjálfboðaliðar, yfirleitt fólk frá landinu sem um ræðir. Á Spáni séu ellefu slíkir en þeir séu að drukkna í verkefnum og það bætist aðeins ofan á nú þegar það eiga að fara fram kosningar. Gísli segir að það sé vilji á þinginu til að hugsa betur um þá Íslendinga sem búa á Spáni. Þær upphæðir sem séu til umræðu séu ekki stórar miðað við hvað er eytt í utanríkisþjónustu yfir höfuð. Verði sendiráðið opnað verður það staðsett í Madríd, höfuðborg Spánar, sem er í töluverðri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem Íslendingar hafa fjölmennt. Þannig muni enn vera þörf á kjörræðismönnunum en að þeir fái betri stuðning. Þá sé það algengt að starfsmaður sendiráðsins myndi til dæmis fara til Kanaríeyja í viku ef það væru kosningar, til að aðstoða. „Það er flóknara að vera að senda einhvern frá Frakklandi því það er líka stórt land og þar eru líka Íslendingar sem þarf að sinna.“ Rætt í nefnd Gísli Rafn segir málið nú til umræðu í fjárlaganefndinni og að hann beri miklar vonir til þess að nefndin muni hlusta á bæði ráðuneytið og Íslendinga á Spáni og bæti þessu inn í áætlun. „Þegar þingið kemur saman í haust fáum við fjárlögin fyrir næsta ár og þau eiga að vera svona nokkurn veginn eins og áætlunin er, nema kannski með litlum breytingum. Þá er þetta komið á fjárlög og þá væri hægt að opna sendiráð í byrjun næsta ár.“ Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu
Sendiráð Íslands Utanríkismál Spánn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent