Meinleysisgrey sem séu lífríkinu afar mikilvæg Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 21:30 Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun. Vísir/Einar Vatnalíffræðingur segir ekkert óvenjulegt við mýflugna„faraldur“ sem herjað hefur á íbúa Vatnsendahverfis í Kópavogi undanfarna daga. Þróunin sé þvert á móti jákvæð, enda sýni hún fram á heilbrigt vistkerfi. Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi. Kópavogur Skordýr Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi.
Kópavogur Skordýr Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira