Meinleysisgrey sem séu lífríkinu afar mikilvæg Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 21:30 Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun. Vísir/Einar Vatnalíffræðingur segir ekkert óvenjulegt við mýflugna„faraldur“ sem herjað hefur á íbúa Vatnsendahverfis í Kópavogi undanfarna daga. Þróunin sé þvert á móti jákvæð, enda sýni hún fram á heilbrigt vistkerfi. Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi. Kópavogur Skordýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi.
Kópavogur Skordýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira