Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2024 17:09 Jóhannes telur skilningsleysi stjórnvalda með ólíkindum. Hann talaði fyrir daufum eyrum í atvinnuveganefndinni í gærmorgun. „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. Hann segir að aldrei nokkur tíma verið leyfð, með fullu samþykki og fulltingi Alþingis áður verið leyft að erlendur dýrastofn eyðileggi íslenskan. Sem er þá laxinn. „Þetta er einstakt sem betur fer. En þetta er versta atlaga að íslensku lífríki sem gerð hefur verið af íslensku Alþingi og fyrir hvað? Nokkur störf?“ Jóhannes segir að allt sé undir, ferðamennskan til að mynda. Hann spyr hvort menn hafi keyrt þessa firði og séð ljósastýringarnar. Eða hlustað á baulurnar sem ganga út á að fæla fugl og svo hljóðfælur sem ætlað er að fæla burtu þá sem eru efstir í fæðukeðjunni. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. Erfðasýni staðfesta eldisupprunann Út er komin skýrsla sem þeir Jóhannes og Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði gerðu um uppruna sjókvíaeldislaxa. Þetta er frá rannsóknum Laxfiska haustið og veturinn 2023 í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þeir stunda rannsóknir á hrygningarþátttöku sjókvíaeldislaxa og erfðablöndun frá þeim löxum við villta laxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum með stuðningi frá Fiskræktarsjóði og Landsambandi Veiðifélaga. „Í þeim rannsóknum 2023 fengust 30 laxar sem báru einkenni sjókvíaeldislaxa. Vinnsla erfðasýna staðfestir eldisuppruna laxanna og hefur auk þess gert kleift að staðfesta fyrir flesta þeirra úr hvaða sjókvíum þeir sluppu. Af 27 eldislöxum (73-85 sentímetra langir) sem veiddust í Fífustaðadalsá í Arnarfirði þá reyndist einn 84 sentímetra eldislax vera runninn frá slysasleppingu úr kvíum Arnarlax við Haganes í Arnarfirði og 25 þeirra höfðu sloppið úr kví Arctic Fish við Kvígindisdal Í Patreksfirði og voru því hluti af þeirri hamfarasleppingu sem þar átti sér stað í ágúst 2023, en auk þess er erfðasýni frá einum eldislaxanna í Fífustaðadalsá óunnið,“ segir Jóhannes. Jóhannes eltis við eldislaxa í kjölfar hinnar hrikalegu slysasleppingar sem kennd hefur verið við Kvígindisdal. Í nágrannaám Fífustaðadalsár þá veiddust í vöktunarveiðunum 2023 sitthvor eldislaxinn, einn 76 sentímetra langur í Bakkadalsá og einn 81 sentímetra langur í Selárdalsá í Arnarfirði, en þeir höfðu báðir höfðu sloppið úr umræddri kví í Patreksfirði sumarið 2023. Ekki hvort heldur hvenær síðasti villti íslenski laxinn hverfur „Á Austfjörðum hefur um skeið ekki verið fullvaxinn eldislax því slátra þurfti öllum laxi þar sökum þess að veikin blóðþorra greindist í sjókvíaeldinu. Engu að síður veiddist haustið 2023 einn eldislax í hrygningarástandi í Stöðvará í Stöðvarfirði sem enn er unnið að því að rekja frá hvaða sjókvíaeldisaðila er runninn.“ Að sögn Jóhannesar kom fram við vöktunarrannsóknir í Fífustaðadalsá 2023 staðfest að eldislaxar voru að ganga í ána fram á vetur sem enn ein sönnun þess hve slungið verkefni það er að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám til að reyna að draga úr erfðablöndun af hálfu þeirra norsku sjókvíaeldisskrímsla. Jóhannes segir einsýnt að með áframhaldandi stefnu þá verði íslenski villti laxastofninn útdauður áður en varir og það þurfi ekki annað en líta til Noregs í því sambandi. Þar eru reglur hertar ár frá ári en aldrei fer neitt uppá við, þrjátíu prósent ánna eru í klessu. Dýr Lax Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Hann segir að aldrei nokkur tíma verið leyfð, með fullu samþykki og fulltingi Alþingis áður verið leyft að erlendur dýrastofn eyðileggi íslenskan. Sem er þá laxinn. „Þetta er einstakt sem betur fer. En þetta er versta atlaga að íslensku lífríki sem gerð hefur verið af íslensku Alþingi og fyrir hvað? Nokkur störf?“ Jóhannes segir að allt sé undir, ferðamennskan til að mynda. Hann spyr hvort menn hafi keyrt þessa firði og séð ljósastýringarnar. Eða hlustað á baulurnar sem ganga út á að fæla fugl og svo hljóðfælur sem ætlað er að fæla burtu þá sem eru efstir í fæðukeðjunni. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. Erfðasýni staðfesta eldisupprunann Út er komin skýrsla sem þeir Jóhannes og Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði gerðu um uppruna sjókvíaeldislaxa. Þetta er frá rannsóknum Laxfiska haustið og veturinn 2023 í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þeir stunda rannsóknir á hrygningarþátttöku sjókvíaeldislaxa og erfðablöndun frá þeim löxum við villta laxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum með stuðningi frá Fiskræktarsjóði og Landsambandi Veiðifélaga. „Í þeim rannsóknum 2023 fengust 30 laxar sem báru einkenni sjókvíaeldislaxa. Vinnsla erfðasýna staðfestir eldisuppruna laxanna og hefur auk þess gert kleift að staðfesta fyrir flesta þeirra úr hvaða sjókvíum þeir sluppu. Af 27 eldislöxum (73-85 sentímetra langir) sem veiddust í Fífustaðadalsá í Arnarfirði þá reyndist einn 84 sentímetra eldislax vera runninn frá slysasleppingu úr kvíum Arnarlax við Haganes í Arnarfirði og 25 þeirra höfðu sloppið úr kví Arctic Fish við Kvígindisdal Í Patreksfirði og voru því hluti af þeirri hamfarasleppingu sem þar átti sér stað í ágúst 2023, en auk þess er erfðasýni frá einum eldislaxanna í Fífustaðadalsá óunnið,“ segir Jóhannes. Jóhannes eltis við eldislaxa í kjölfar hinnar hrikalegu slysasleppingar sem kennd hefur verið við Kvígindisdal. Í nágrannaám Fífustaðadalsár þá veiddust í vöktunarveiðunum 2023 sitthvor eldislaxinn, einn 76 sentímetra langur í Bakkadalsá og einn 81 sentímetra langur í Selárdalsá í Arnarfirði, en þeir höfðu báðir höfðu sloppið úr umræddri kví í Patreksfirði sumarið 2023. Ekki hvort heldur hvenær síðasti villti íslenski laxinn hverfur „Á Austfjörðum hefur um skeið ekki verið fullvaxinn eldislax því slátra þurfti öllum laxi þar sökum þess að veikin blóðþorra greindist í sjókvíaeldinu. Engu að síður veiddist haustið 2023 einn eldislax í hrygningarástandi í Stöðvará í Stöðvarfirði sem enn er unnið að því að rekja frá hvaða sjókvíaeldisaðila er runninn.“ Að sögn Jóhannesar kom fram við vöktunarrannsóknir í Fífustaðadalsá 2023 staðfest að eldislaxar voru að ganga í ána fram á vetur sem enn ein sönnun þess hve slungið verkefni það er að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám til að reyna að draga úr erfðablöndun af hálfu þeirra norsku sjókvíaeldisskrímsla. Jóhannes segir einsýnt að með áframhaldandi stefnu þá verði íslenski villti laxastofninn útdauður áður en varir og það þurfi ekki annað en líta til Noregs í því sambandi. Þar eru reglur hertar ár frá ári en aldrei fer neitt uppá við, þrjátíu prósent ánna eru í klessu.
Dýr Lax Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira