Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2024 12:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leggur áherslu á að fá frumvörp um breytingar á bæði útlendingalögum og lögreglulögum nái fram að ganga á vorþingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels