Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2024 12:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leggur áherslu á að fá frumvörp um breytingar á bæði útlendingalögum og lögreglulögum nái fram að ganga á vorþingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24