Uppflettingar í sjúkraskrá: Segir málinu alls ekki lokið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 13:28 Helga Vala segir málinu hvergi nærri lokið þrátt fyrir yfirlýsingu Ragnars. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið. Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar. Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira