„Förum glaðir úr Lautinni“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:53 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“ Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“
Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira