Um fimm prósent fjölskyldusameininga vegna flóttamanna og hælisleitenda Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 19:04 Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi vegna sameiningar fjölskyldna. Vísir/Vilhelm Fjöldi leyfa til fjölskyldusameiningar hefur meira en tvöfaldast síðasta rúma áratuginn. Langflest leyfin voru vegna aðstandenda Íslendinga. Rétt rúmlega fimm prósent leyfanna frá 2013 voru vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa. Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira