Um fimm prósent fjölskyldusameininga vegna flóttamanna og hælisleitenda Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 19:04 Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi vegna sameiningar fjölskyldna. Vísir/Vilhelm Fjöldi leyfa til fjölskyldusameiningar hefur meira en tvöfaldast síðasta rúma áratuginn. Langflest leyfin voru vegna aðstandenda Íslendinga. Rétt rúmlega fimm prósent leyfanna frá 2013 voru vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa. Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira