Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 22:00 Jasmín Erla Ingadóttir kom til Vals frá Stjörnunni í vetur og hefur farið vel af stað á Hlíðarenda. vísir/Diego Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira