„Það er stórmót í húfi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 14:01 Viggó Kristjánsson spilar sem atvinnumaður hjá þýska úrvalsdeildarliðinu SC DHfK Leipzig. Vísir/Arnar Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári. Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira