Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2024 13:01 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að skilyrði hafi skapast fyrir vaxta lækkun. Vísir/Einar Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. Seðlabanki Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun sína á morgun. Verðbólga hefur hjaðnað þó nokkuð síðustu mánuði og er nú sex prósent en var sex komma átta prósentustig í síðasta mánuði. Þetta er þó enn langt frá verðbólguviðmiði Seðlabankans sem er tvö og hálft prósent. Bankarnir spá því að ákveðið verði að halda óbreyttum vöxtum eða 9.25 prósentum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bindur hins vegar vonir við að vextir lækki á morgun. „Það er augljóst að við vonumst til þess að með hjaðnandi verðbólgu skapist skilyrði fyrir vaxtalækkun. Við erum með mjög hátt vaxtastig í landinu í dag. Heimilin eru t.d. í óverðtryggðum húsnæðislánum að greiða ellefu prósent vexti sem eru tryggðir með fyrsta veðrétti í fasteign. Þetta eru mjög háir vextir meðan verðbólgan er aðeins að gefa eftir,“ segir Bjarni. Varar við því að verðbólga gefi of mikið eftir Bjarni varar við því að verðbólga hjaðni of mikið. „Við þurfum að gæta okkar á því að hún fari ekki alla leið niður vegna þess að það er mjög mikill sláttur í íslenska hagkerfinu og atvinnustigið er hátt. Þá erum við auðvitað að styðja við allt það sem getur dregið úr verðbólgu í landinu til þess að verðbólga minnki. En Seðlabankinn verður að meta það hvort skilyrði séu fyrir vaxtalækkun,“ segir hann. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun sína á morgun. Verðbólga hefur hjaðnað þó nokkuð síðustu mánuði og er nú sex prósent en var sex komma átta prósentustig í síðasta mánuði. Þetta er þó enn langt frá verðbólguviðmiði Seðlabankans sem er tvö og hálft prósent. Bankarnir spá því að ákveðið verði að halda óbreyttum vöxtum eða 9.25 prósentum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bindur hins vegar vonir við að vextir lækki á morgun. „Það er augljóst að við vonumst til þess að með hjaðnandi verðbólgu skapist skilyrði fyrir vaxtalækkun. Við erum með mjög hátt vaxtastig í landinu í dag. Heimilin eru t.d. í óverðtryggðum húsnæðislánum að greiða ellefu prósent vexti sem eru tryggðir með fyrsta veðrétti í fasteign. Þetta eru mjög háir vextir meðan verðbólgan er aðeins að gefa eftir,“ segir Bjarni. Varar við því að verðbólga gefi of mikið eftir Bjarni varar við því að verðbólga hjaðni of mikið. „Við þurfum að gæta okkar á því að hún fari ekki alla leið niður vegna þess að það er mjög mikill sláttur í íslenska hagkerfinu og atvinnustigið er hátt. Þá erum við auðvitað að styðja við allt það sem getur dregið úr verðbólgu í landinu til þess að verðbólga minnki. En Seðlabankinn verður að meta það hvort skilyrði séu fyrir vaxtalækkun,“ segir hann.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira