Bielsa ætlar að velja áhugamann í landsliðshóp Úrúgvæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 07:01 Hinn 68 ára gamli Bielsa er engum líkur. ANP/Getty Images Knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann er í dag landsliðsþjálfari Úrúgvæ og heldur áfram að gera hlutina eftir eigin höfði. Stefnir Bielsa á að velja áhugamann í næsta landsliðshóp Úrúgvæ. Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira