Innlent

Stærsti skjálftinn 3,5 að stærð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd af Eldey úr safni.
Mynd af Eldey úr safni. Vísir/Egill

Skjálftahrina ríður nú yfir við Eldey nærri Reykjanesskaga. Sá stærsti mældist 3,5 að stærð um hálfníuleytið fjóra kílómetra vestur af Eldey. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa yfir 20 skjálftar mælst á svæðinu síðan þá. Klukkan 21:16 varð annar skjálfti sem mældist 3,2 að stærð. 

Samskonar skjálftahrina reið yfir vikuna 12. til 18. febrúr á sama svæði. Þá mældust um hundrað skjálftar, sá stærsti 3,5 að stærð. 

Í Facebook-færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að skjálftavirkni hafi farið vaxandi síðustu daga á Reykjanesskaga og sé þetta önnur skjálftahrinan sem gengur yfir við Eldey á nokkrum dögum. Allt sé þetta til marks um aukna spennu á svæðinu öllu samhliða því sem kvikusöfnun og landris á sér stað í Svartsengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×