„Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2024 22:19 Arnar Gunnlaugsson sá rautt þegar Víkingur tapaði 3-1 fyrir HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald undir lok leiks í 3-1 tapi gegn HK. Hann sagði HK-inga eiga fullt hrós skilið en honum þykir halla heldur mikið á sína menn í ákvörðunum dómara. „Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira