„Ég get ekki annað en sagt satt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 10:23 Sumir eiga erfitt með að trúa því að Baldur hafi gleymt því hvernig hann greiddi atkvæði. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við Baldur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund sem þykja sigurstranglegust ef litið er til nýjustu skoðanakannana. Þessi ummæli Baldurs komu í kjölfar þess að hann var spurður út í hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave á sínum tíma. „Ég er bara þannig gerður að ég get ekki annað en sagt satt og rétt frá og ég segi ekki ósatt frá þó að það myndi hagnast mér pólitískt. Það er einfaldlega þannig að þegar þessar Icesave umræða var þá var ég ósáttur með allt það ferli. Sérstaklega hvernig staðið var að fyrstu samningunum,“ segir Baldur. Óviss fram á síðasta dag Hann segist hafa haft allt á hornum sér gagnvart fyrstu samningunum og verið allt nema sáttur við þá seinni. Hann hafi verið fenginn sem sérfræðingur til að greina kosti og galla samningsins en það hafi málað hann upp sem talsmann hans sem hann tekur fyrir að hafa verið. „Ég var satt best að segja fram á síðasta dag óviss hvað ég átti að gera. Hvort ég átti að greiða atkvæði með eða skila auðu. Ég get ekki annað en sagt sannleikann og ef ég verð kosinn forseti Íslands mun ég alltaf standa með þjóðinni og ég mun halda áfram að segja alltaf satt,“ segir Baldur. „Svo fóru menn að deila um þetta á samfélagsmiðlunum eins og gerist og gengur. Sumir hneyksluðust ógurlega. En það var svo gaman að sjá hópinn sem var að velta því fyrir sér: „Ég bara man ekki hvað ég gerði.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Tengdar fréttir Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. 3. maí 2024 15:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við Baldur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund sem þykja sigurstranglegust ef litið er til nýjustu skoðanakannana. Þessi ummæli Baldurs komu í kjölfar þess að hann var spurður út í hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave á sínum tíma. „Ég er bara þannig gerður að ég get ekki annað en sagt satt og rétt frá og ég segi ekki ósatt frá þó að það myndi hagnast mér pólitískt. Það er einfaldlega þannig að þegar þessar Icesave umræða var þá var ég ósáttur með allt það ferli. Sérstaklega hvernig staðið var að fyrstu samningunum,“ segir Baldur. Óviss fram á síðasta dag Hann segist hafa haft allt á hornum sér gagnvart fyrstu samningunum og verið allt nema sáttur við þá seinni. Hann hafi verið fenginn sem sérfræðingur til að greina kosti og galla samningsins en það hafi málað hann upp sem talsmann hans sem hann tekur fyrir að hafa verið. „Ég var satt best að segja fram á síðasta dag óviss hvað ég átti að gera. Hvort ég átti að greiða atkvæði með eða skila auðu. Ég get ekki annað en sagt sannleikann og ef ég verð kosinn forseti Íslands mun ég alltaf standa með þjóðinni og ég mun halda áfram að segja alltaf satt,“ segir Baldur. „Svo fóru menn að deila um þetta á samfélagsmiðlunum eins og gerist og gengur. Sumir hneyksluðust ógurlega. En það var svo gaman að sjá hópinn sem var að velta því fyrir sér: „Ég bara man ekki hvað ég gerði.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Tengdar fréttir Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. 3. maí 2024 15:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. 3. maí 2024 15:01