Clattenburg hættur og segist hafa verið skotmark sérfræðinga Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 23:00 Clattenburg í stúkunni á leik Nottingham Forest og Liverpool fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty Mark Clattenburg hefur sagt upp störfum sem dómararáðgjafi hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Lið Forest fékk á sig kæru í dag vega yfirlýsinga félagsins á samfélagsmiðlum. Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var ráðinn til Nottingham Forest í febrúar sem ráðgjafi félagsins í dómaramálum. Hann var sá fyrsti til að vera ráðinn í slíkt starf hjá liði í deildinni og var ekki lengi að koma sér í fréttirnar. Nottingham Forest hefur látið fyrir sér fara í umræðu um dómara og eftir tap liðsins gegn Everton á Goodison Park var myndbandsdómarinn Stuart Atwell sakaður um að vera aðdáandi Luton sem á í harðri fallbaráttu við lið Forest. Sögðu þeir Atwell hafa sleppt því að dæma augljósar vítaspyrnur sem Forest átti að fá í leiknum. Í dag birtist síðan yfirlýsing frá félaginu þar sem greint var frá afsögn Mark Clattenburg. Þar segir hann að hann hafi tekið starfið að sér í góðri trú og í þeirri von að reynsla hann myndi nýtast liði Nottingham Forest í að öðlast hvernig ákvarðanir í leikjum eru teknar á lykilaugnablikum. „Hins vegar er það augljóst að ráðgjafastörf mín hafa orsakað núning á milli Nottingham Forest og annarra aðila. Ágreiningurinn hefur skapað vandræði fyrir Nottingham Forest frekar en að hjálpa félaginu og ég gerðu að skotmarki af ákveðnum aðilum og sérfræðingum,“ er haft eftir Clattenburg í yfirlýsingu Forest. Félagið, knattspyrnustjórinn og leikmaður kærðir „Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum og finnst þau miður, sérstaklega í því ljósi að ég tel þörf fyrir starf eins og þetta í knattspyrnunni. Ég er þakklátur Nottingham Forest fyrir tækifærið og óska þeim alls hins besta,“ var ennfremur haft eftir Clattenburg. Eftir að yfirlýsing Forest var gefin út var tilkynnt að enska knattspyrnusambandið hefði lagt fram kæru gagnvart Nottingham Forest vegna yfirlýsingu félagsins varðandi störf Stuart Atwell í umræddum leik Nottingham Forest og Everton. Knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo og bakvörðuinn Neco Williams voru einnig kærðir vegna ummæala þeirra eftir leik og þá fékk Clattenburg viðvörun. Félagið hefur til 9. maí til að svara fyrir gjörðir sínar. Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var ráðinn til Nottingham Forest í febrúar sem ráðgjafi félagsins í dómaramálum. Hann var sá fyrsti til að vera ráðinn í slíkt starf hjá liði í deildinni og var ekki lengi að koma sér í fréttirnar. Nottingham Forest hefur látið fyrir sér fara í umræðu um dómara og eftir tap liðsins gegn Everton á Goodison Park var myndbandsdómarinn Stuart Atwell sakaður um að vera aðdáandi Luton sem á í harðri fallbaráttu við lið Forest. Sögðu þeir Atwell hafa sleppt því að dæma augljósar vítaspyrnur sem Forest átti að fá í leiknum. Í dag birtist síðan yfirlýsing frá félaginu þar sem greint var frá afsögn Mark Clattenburg. Þar segir hann að hann hafi tekið starfið að sér í góðri trú og í þeirri von að reynsla hann myndi nýtast liði Nottingham Forest í að öðlast hvernig ákvarðanir í leikjum eru teknar á lykilaugnablikum. „Hins vegar er það augljóst að ráðgjafastörf mín hafa orsakað núning á milli Nottingham Forest og annarra aðila. Ágreiningurinn hefur skapað vandræði fyrir Nottingham Forest frekar en að hjálpa félaginu og ég gerðu að skotmarki af ákveðnum aðilum og sérfræðingum,“ er haft eftir Clattenburg í yfirlýsingu Forest. Félagið, knattspyrnustjórinn og leikmaður kærðir „Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum og finnst þau miður, sérstaklega í því ljósi að ég tel þörf fyrir starf eins og þetta í knattspyrnunni. Ég er þakklátur Nottingham Forest fyrir tækifærið og óska þeim alls hins besta,“ var ennfremur haft eftir Clattenburg. Eftir að yfirlýsing Forest var gefin út var tilkynnt að enska knattspyrnusambandið hefði lagt fram kæru gagnvart Nottingham Forest vegna yfirlýsingu félagsins varðandi störf Stuart Atwell í umræddum leik Nottingham Forest og Everton. Knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo og bakvörðuinn Neco Williams voru einnig kærðir vegna ummæala þeirra eftir leik og þá fékk Clattenburg viðvörun. Félagið hefur til 9. maí til að svara fyrir gjörðir sínar.
Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira