Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 19:32 Til vinstri má sjá aðskotahluti sem ratað hafa í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar. Á meðal þeirra er gaffall merktur Alþingi, sem Oddny Harðardóttir veitti viðtöku þegar fréttamaður leit við í Alþingishúsinu í dag. Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða. Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða.
Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira