„Ég sakna hennar á hverjum degi“ Aron Guðmundsson skrifar 4. maí 2024 08:01 Systkinin á góðri stundu. Arnór Þór hér lengst til vinstri og Tinna Björg, sem lést á síðasta ári, hægra megin í miðjunni. Aðsend mynd. Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Bergischer, segir tímann sem liðið hefur frá andláti eldri systur hans, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur, hafa verið mjög erfiðan. Hann hugsar á hverjum degi til systur sinnar. Tekur á móti krefjandi dögum en einnig gleðidögum. Á þeim dögum standi það sterkt hversu góða manneskju Tinna Björg hafði að geyma. Tinna Björg, sem lést í september á síðasta ári, var eldri systir Arnórs Þórs. Stórt skarð var höggvið í líf fjölskyldunnar með hennar andláti og við hafa tekið krefjandi tímar þar sem að fjölskyldan hefur þurft að fóta sig í nýjum veruleika. „Þetta hefur verið mjög erfitt,“ segir Arnór Þór um tímann sem hefur liðið frá andláti Tinnu Bjargar. „Mikill rússíbani. Það er erfitt að lýsa þessum tíma. Tíma sem snertir okkur öll í fjölskyldunni. Það koma dagar sem eru rosalega erfiðir. Ég verð að viðurkenna það. Ég sakna hennar á hverjum degi. Dagarnir eru misjafnir. Það koma virkilega vondir og erfiðir daga. En maður upplifir líka mikla gleðidaga inn á milli og þá hugsar maður oft um hana. Hvernig hún var. Hvaða manneskju hún hafði að geyma. Maður hefur frábæra konu og börn sér við hlið hérna úti í Þýskalandi og náttúrulega fjölskyldu heima á Íslandi sem tekur utan um mann þegar að dagarnir eru eins og þeir eru stundum. Það er maður virkilega þakklátur fyrir.“ Handboltinn og starfið hjá Bergischer hafi virkað sem gott haldreipi í gegnum þennan erfiða tíma. Þar hefur Arnór haft í nógu að snúast. Hann lagði skóna á hilluna fyrir yfirstandandi tímabil og tók að sér þjálfarastöðu hjá Bergischer, félaginu sem hann hafði verið á mála hjá síðan árið 2012. Arnór Þór nýtur góðs stuðnings fjölskyldu sinnar úti í ÞýskalandiAðsend mynd „Það er gott að geta farið og hugsað eingöngu um handbolta. Það er það sem hefur hjálpað manni mikið í gegnum þennan tíma. Að geta mætt á æfingu og farið í leiki. Í vetur hef ég svo fengið tækifæri til þess að þjálfa yngri flokka samhliða störfum mínum með aðalliðinu. Þar fyllist maður innblæstri af kraftinum og ástríðunni hjá þessum ungu krökkum sem vilja það svo mikið að ná langt í íþróttinni. Maður sér það í augunum á þeim. Það gefur manni þann innblástur að vilja gera sitt allra besta í að hjálpa þeim í því að verða betri. Það hefur hjálpað mér gríðarlega í vetur.“ En þó sé mikilvægt að minna sig á það að lífið er miklu meira en bara handbolti. „Fjölskyldan er náttúrulega alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Handboltinn kemur þarna einhvers staðar á eftir í einhverju sæti. Handboltinn er ekki allt. Maður lenti kannski í því oft sem leikmaður, og það er ábyggilega upplifun annarra líka, að gleyma því svolítið. Maður vildi svo mikið komast eins langt og mögulegt var sem leikmaður og gleymdi því stundum á sama tíma hvernig lífið virkar.“ Tengdar fréttir Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27. apríl 2024 09:01 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Tinna Björg, sem lést í september á síðasta ári, var eldri systir Arnórs Þórs. Stórt skarð var höggvið í líf fjölskyldunnar með hennar andláti og við hafa tekið krefjandi tímar þar sem að fjölskyldan hefur þurft að fóta sig í nýjum veruleika. „Þetta hefur verið mjög erfitt,“ segir Arnór Þór um tímann sem hefur liðið frá andláti Tinnu Bjargar. „Mikill rússíbani. Það er erfitt að lýsa þessum tíma. Tíma sem snertir okkur öll í fjölskyldunni. Það koma dagar sem eru rosalega erfiðir. Ég verð að viðurkenna það. Ég sakna hennar á hverjum degi. Dagarnir eru misjafnir. Það koma virkilega vondir og erfiðir daga. En maður upplifir líka mikla gleðidaga inn á milli og þá hugsar maður oft um hana. Hvernig hún var. Hvaða manneskju hún hafði að geyma. Maður hefur frábæra konu og börn sér við hlið hérna úti í Þýskalandi og náttúrulega fjölskyldu heima á Íslandi sem tekur utan um mann þegar að dagarnir eru eins og þeir eru stundum. Það er maður virkilega þakklátur fyrir.“ Handboltinn og starfið hjá Bergischer hafi virkað sem gott haldreipi í gegnum þennan erfiða tíma. Þar hefur Arnór haft í nógu að snúast. Hann lagði skóna á hilluna fyrir yfirstandandi tímabil og tók að sér þjálfarastöðu hjá Bergischer, félaginu sem hann hafði verið á mála hjá síðan árið 2012. Arnór Þór nýtur góðs stuðnings fjölskyldu sinnar úti í ÞýskalandiAðsend mynd „Það er gott að geta farið og hugsað eingöngu um handbolta. Það er það sem hefur hjálpað manni mikið í gegnum þennan tíma. Að geta mætt á æfingu og farið í leiki. Í vetur hef ég svo fengið tækifæri til þess að þjálfa yngri flokka samhliða störfum mínum með aðalliðinu. Þar fyllist maður innblæstri af kraftinum og ástríðunni hjá þessum ungu krökkum sem vilja það svo mikið að ná langt í íþróttinni. Maður sér það í augunum á þeim. Það gefur manni þann innblástur að vilja gera sitt allra besta í að hjálpa þeim í því að verða betri. Það hefur hjálpað mér gríðarlega í vetur.“ En þó sé mikilvægt að minna sig á það að lífið er miklu meira en bara handbolti. „Fjölskyldan er náttúrulega alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Handboltinn kemur þarna einhvers staðar á eftir í einhverju sæti. Handboltinn er ekki allt. Maður lenti kannski í því oft sem leikmaður, og það er ábyggilega upplifun annarra líka, að gleyma því svolítið. Maður vildi svo mikið komast eins langt og mögulegt var sem leikmaður og gleymdi því stundum á sama tíma hvernig lífið virkar.“
Tengdar fréttir Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27. apríl 2024 09:01 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27. apríl 2024 09:01