Börn lögð inn með kíghósta Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:03 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr. Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr.
Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35
Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14
„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent