Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:21 Hér er verið að leggja sólarsellur á þak heimilis í Frankfurt. Í skýrslu starfshópsins segir að gert sé ráð fyrir að sólarorka verði einn mikilvægasti orkugjafinn í heiminum innan skamms. vísir/AP Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins. Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins.
Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira