Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 21:46 „Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg um Baldur. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sólborgar sem birtist á Vísi í dag, en hún ber heitið Má spyrja homma að öllu? „Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér,“ segir Sólborg. Í grein hennar segir hún að svo virðist sem árið 1980 sé aftur gengið í garð hvað varðar fordóma í garð Baldurs sem samkynhneigðs manns. „Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg. Hún vill meina að siðareglur blaðamanna virðist litlu skeyta þegar að komi að Baldri. „Enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist.“ Í kjölfarið skrifar hún lista yfir spurningar sem hún telur vera í umræddum anda, „í drullupytti fordóma og haturs“. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Í grein sinni veltir Sólborg fyrir sér hvort rétt sé að velta sér upp úr áðurnefndum „drullupytti fordóma og haturs“. „Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað,“ segir hún. Hafi engin áhrif á hann og Felix Í Pallborðinu á Vísi á dögunum sagði Baldur að allir þeir sem sækist eftir embætti forseta Íslands megi búast við því að skrökvað verði um sig. „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Fjallað hefur verið um mynd af Baldri sem fannst á vefsíðu skemmtistaðar fyrir samkynhneigða karlmenn í París. Í þættinum Spursmálum á Mbl.is var Baldur spurður út í myndina. Hann benti á að hún væri tíu ára gömul og væri á meðal sakleysislegustu mynda sem birst hefði af honum. „Ég hef ekki hugmynd um þennan klúbb og man ekki einu sinni eftir því að hafa farið á hann. Þetta er eldgömul mynd og hún er mjög siðsamleg, það er bara ekkert að þessari mynd,“ sagði Baldur í Spursmálum. Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sólborgar sem birtist á Vísi í dag, en hún ber heitið Má spyrja homma að öllu? „Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér,“ segir Sólborg. Í grein hennar segir hún að svo virðist sem árið 1980 sé aftur gengið í garð hvað varðar fordóma í garð Baldurs sem samkynhneigðs manns. „Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg. Hún vill meina að siðareglur blaðamanna virðist litlu skeyta þegar að komi að Baldri. „Enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist.“ Í kjölfarið skrifar hún lista yfir spurningar sem hún telur vera í umræddum anda, „í drullupytti fordóma og haturs“. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Í grein sinni veltir Sólborg fyrir sér hvort rétt sé að velta sér upp úr áðurnefndum „drullupytti fordóma og haturs“. „Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað,“ segir hún. Hafi engin áhrif á hann og Felix Í Pallborðinu á Vísi á dögunum sagði Baldur að allir þeir sem sækist eftir embætti forseta Íslands megi búast við því að skrökvað verði um sig. „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Fjallað hefur verið um mynd af Baldri sem fannst á vefsíðu skemmtistaðar fyrir samkynhneigða karlmenn í París. Í þættinum Spursmálum á Mbl.is var Baldur spurður út í myndina. Hann benti á að hún væri tíu ára gömul og væri á meðal sakleysislegustu mynda sem birst hefði af honum. „Ég hef ekki hugmynd um þennan klúbb og man ekki einu sinni eftir því að hafa farið á hann. Þetta er eldgömul mynd og hún er mjög siðsamleg, það er bara ekkert að þessari mynd,“ sagði Baldur í Spursmálum.
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum