„Það var alltaf draumur hjá honum að heimsækja Ísland aftur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. apríl 2024 21:19 Eric Vernon Royle liðshöfðingi í konunglega breska sjóhernum dvaldi á Íslandi frá 1942 til 1943 og talaði ávallt vel um land og þjóð. Samsett „Siðvenjur kvennanna á staðnum eru frekar skýrar og afdráttarlausar. Ef þú biður þær fallega þá dansa þær við þig en það þýðir samt ekki að þú megir bjóða þeim upp á drykk, ekki einu sinni „appelsín.“ Né heldur munu þær koma og setjast við borðið hjá þér. Þær eru aðlaðandi, yfirleitt fallega vaxnar (ljóskur eru í meirihluta) og eru góðar að dansa.“ Þannig lýsti ungur breskur hermaður upplifun sinni af íslensku kvenfólki á Hótel Borg árið 1942. Hann hét Eric Vernon Royle var liðshöfðingi í breska sjóhernum og dvaldi árslangt á Íslandi á hernámsárunum, frá 1942 til 1943. Bókin veitir einstaka innsýn í líf hermanns á Íslandi.Aðsend Á meðan á Íslandsdvölinni stóð safnaði hann saman í bók teikningum, dagbókarfærslum, ljósmyndum og allskyns minnisverðum hlutum. Hann lést árið 2011, 93 ára að aldri, en dóttir hans, Sally Royle erfði bókina góðu. Sally ferðaðist til Íslands á dögunum í þeim tilgangi að afhenda Þjóðminjasafni Íslands bókina, en óhætt er að segja að hér sé á ferð einstakt safn heimilda frá þessum merkilega tíma í sögu þjóðarinnar. Aðsend Varð ástfanginn á Íslandi „Hann skráði sig í sjóherinn nokkrum dögum eftir að stríðið braust út, þá 23 ára gamall. Eftir að hann lauk þjálfun var hann sendur til Liverpool og svo til Portsmouth. Stuttu eftir að hann var gerður að liðsforingja var hann síðan sendur til Íslands. Hann var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ segir Sally í samtali við Vísi. Hópurinn samankominn.Aðsend Faðir hennar dvaldi mestallan tímann á Akureyri og á Seyðisfirði, þar sem hernámsliðið hafði komið sér fyrir. Eftir að hann sneri heim til Nottingham lauk hann námi í arkítektúr og starfaði síðan við fagið áratugum saman. Hann giftist móður Sally árið 1949 og þremur árum síðan kom Sally í heiminn. Sally ólst upp við að heyra sögur frá föður sínum um lífið á Íslandi. „Það var alltaf draumur hjá honum að heimsækja Ísland aftur. En af einhverjum ástæðum varð aldrei úr því. Hann elskaði Ísland. Hann talaði alltaf um fjöllin á Íslandi, hvað þau væru falleg. Og hann elskaði landslagið, og allt fólkið sem hann hitti á meðan hann dvaldi hér,“ segir Sally og bætir við að það hafi líka spilað inn í að faðir hennar varð ástfangin af konu á Íslandi. Faðir Sally heimsótti marga staði á Íslandi, meðal annars Þingvelli.Aðsend „Um sumarið 1942 kynntist hann bandarískri hjúkrunarkonu sem vann á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hann féll fyrir henni og endaði á því að biðja hennar um jólin þetta sama ár. Hún svaraði bónorðinu hins vegar ekki strax og endaði síðan á að senda honum bréf nokkrum vikum seinna þar sem hún hafnaði því. Hann var auðvitað miður sín. Hún sneri aftur til Bandaríkjanna og giftist manni þar en hún og pabbi minn héldu engu að síður sambandi í gegnum árin, sendu hvort öðru jólakort og þess háttar.“ Faðir Sally dvaldi lengst af á Seyðisfirði þar sem hernámsliðið var með aðsetur.Aðsend Var herramaður Hún man eftir mörgum sögum sem faðir hennar sagði henni þegar hún var yngri. „Hann sagði mér einu sinni frá því þegar hann var staddur í Reykjavík og fór út á lífið þar sem hann hitti íslenska stúlku. Hann bauð á stefnumót og þau áttu saman indæla kvöldstund. Hann fylgdi henni heim og fór síðan heim á hótelið þar sem hann gisti. Tæplega klukkustund seinna var bankað á hurðina á hótelherberginu og þar stóð stúlkan fyrir utan, miður sín og hágrátandi. Þá hafði hún komið svo seint heim að móðir hennar neitaði að hleypa henni inn. „Ég hef engan annan stað að sofa á, má ég vera hjá þér í nótt?“ spurði hún pabba minn. „Auðvitað,“ svaraði hann. Og verandi herramaðurinn sem hann var þá leyfði hann henni að sofa í rúminu sínu um nóttina á meðan hann svaf sjálfur á sófanum.“ Í bókinni má finna fjölda ljósmynda sem faðir Sally tók á Íslandi á sínum tíma.Aðsend Faðir Sally var listrænn og einstaklega fær teiknari. Í bókinni má finna fjölda teikninga og mynda eftir hann, af hlutum, stöðum og fólki sem hann sá á Íslandi. Bæjarlífið í Reykjavík.Aðsend Komin á réttan stað Sally segist lengi hafa gælt við þá hugmynd að deila minningasafni föður síns. „Fyrir tveimur árum byrjaði vinkona mín síðan að hvetja mig áfram. „Þetta er einstakur gripur sem þú ert með í höndunum,“ sagði hún, og ég var sammála. Ég byrjaði á því að hafa samband við íslenska sendiráðið í London, til að athuga hvort þau gætu leiðbeint mér eitthvað áfram og komið mér í samband við réttan aðila. Á þessum tíma var heimsfaraldurinn enn í gangi og það tók tíma að komast í samband við einhvern þarna hjá sendiráðinu. En ég fékk að lokum netfang hjá Þjóðminjasafninu í Reykjavík og sendi þeim í kjölfarið tölvupóst. Sally tók þá ákvörðun að gefa Þjóðminjasafni Íslands bókina til sýningar, enda er bókin einstakt safn heimilda.Aðsend Ég sendi þeim síðan hluta af myndunum og bréfunum hans föður míns. Í kjölfarið spurðu þau hvort ég myndi vilja gefa safninu bókina. Ég ákvað að gera það, en ég gat einhvern veginn ekki hugsað mér að senda bókina í pósti. Ég vildi frekar koma sjálf til Íslands og afhenda þeim bókina. Mér fannst það vera falleg leið til að heiðra minningu föður míns.“ Akureyri í upphafi fimmta áratugarins.Aðsend Sally flaug síðan til Íslands um miðjan apríl og afhenti Þjóðminjasafninu bókina. Hún nýtti að sjálfsögðu tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og heimsótti þá staði sem faðir hennar hafði sagt henni frá, og getið er í bókinni. Hún heimsótti til dæmis Þjóðleikhúsið og Hótel Borg. „Mér fannst virkilega erfitt að gefa bókina frá mér, en ég er viss um að hún sé núna komin á réttan stað.“ Einu sinni var... Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Þannig lýsti ungur breskur hermaður upplifun sinni af íslensku kvenfólki á Hótel Borg árið 1942. Hann hét Eric Vernon Royle var liðshöfðingi í breska sjóhernum og dvaldi árslangt á Íslandi á hernámsárunum, frá 1942 til 1943. Bókin veitir einstaka innsýn í líf hermanns á Íslandi.Aðsend Á meðan á Íslandsdvölinni stóð safnaði hann saman í bók teikningum, dagbókarfærslum, ljósmyndum og allskyns minnisverðum hlutum. Hann lést árið 2011, 93 ára að aldri, en dóttir hans, Sally Royle erfði bókina góðu. Sally ferðaðist til Íslands á dögunum í þeim tilgangi að afhenda Þjóðminjasafni Íslands bókina, en óhætt er að segja að hér sé á ferð einstakt safn heimilda frá þessum merkilega tíma í sögu þjóðarinnar. Aðsend Varð ástfanginn á Íslandi „Hann skráði sig í sjóherinn nokkrum dögum eftir að stríðið braust út, þá 23 ára gamall. Eftir að hann lauk þjálfun var hann sendur til Liverpool og svo til Portsmouth. Stuttu eftir að hann var gerður að liðsforingja var hann síðan sendur til Íslands. Hann var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ segir Sally í samtali við Vísi. Hópurinn samankominn.Aðsend Faðir hennar dvaldi mestallan tímann á Akureyri og á Seyðisfirði, þar sem hernámsliðið hafði komið sér fyrir. Eftir að hann sneri heim til Nottingham lauk hann námi í arkítektúr og starfaði síðan við fagið áratugum saman. Hann giftist móður Sally árið 1949 og þremur árum síðan kom Sally í heiminn. Sally ólst upp við að heyra sögur frá föður sínum um lífið á Íslandi. „Það var alltaf draumur hjá honum að heimsækja Ísland aftur. En af einhverjum ástæðum varð aldrei úr því. Hann elskaði Ísland. Hann talaði alltaf um fjöllin á Íslandi, hvað þau væru falleg. Og hann elskaði landslagið, og allt fólkið sem hann hitti á meðan hann dvaldi hér,“ segir Sally og bætir við að það hafi líka spilað inn í að faðir hennar varð ástfangin af konu á Íslandi. Faðir Sally heimsótti marga staði á Íslandi, meðal annars Þingvelli.Aðsend „Um sumarið 1942 kynntist hann bandarískri hjúkrunarkonu sem vann á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hann féll fyrir henni og endaði á því að biðja hennar um jólin þetta sama ár. Hún svaraði bónorðinu hins vegar ekki strax og endaði síðan á að senda honum bréf nokkrum vikum seinna þar sem hún hafnaði því. Hann var auðvitað miður sín. Hún sneri aftur til Bandaríkjanna og giftist manni þar en hún og pabbi minn héldu engu að síður sambandi í gegnum árin, sendu hvort öðru jólakort og þess háttar.“ Faðir Sally dvaldi lengst af á Seyðisfirði þar sem hernámsliðið var með aðsetur.Aðsend Var herramaður Hún man eftir mörgum sögum sem faðir hennar sagði henni þegar hún var yngri. „Hann sagði mér einu sinni frá því þegar hann var staddur í Reykjavík og fór út á lífið þar sem hann hitti íslenska stúlku. Hann bauð á stefnumót og þau áttu saman indæla kvöldstund. Hann fylgdi henni heim og fór síðan heim á hótelið þar sem hann gisti. Tæplega klukkustund seinna var bankað á hurðina á hótelherberginu og þar stóð stúlkan fyrir utan, miður sín og hágrátandi. Þá hafði hún komið svo seint heim að móðir hennar neitaði að hleypa henni inn. „Ég hef engan annan stað að sofa á, má ég vera hjá þér í nótt?“ spurði hún pabba minn. „Auðvitað,“ svaraði hann. Og verandi herramaðurinn sem hann var þá leyfði hann henni að sofa í rúminu sínu um nóttina á meðan hann svaf sjálfur á sófanum.“ Í bókinni má finna fjölda ljósmynda sem faðir Sally tók á Íslandi á sínum tíma.Aðsend Faðir Sally var listrænn og einstaklega fær teiknari. Í bókinni má finna fjölda teikninga og mynda eftir hann, af hlutum, stöðum og fólki sem hann sá á Íslandi. Bæjarlífið í Reykjavík.Aðsend Komin á réttan stað Sally segist lengi hafa gælt við þá hugmynd að deila minningasafni föður síns. „Fyrir tveimur árum byrjaði vinkona mín síðan að hvetja mig áfram. „Þetta er einstakur gripur sem þú ert með í höndunum,“ sagði hún, og ég var sammála. Ég byrjaði á því að hafa samband við íslenska sendiráðið í London, til að athuga hvort þau gætu leiðbeint mér eitthvað áfram og komið mér í samband við réttan aðila. Á þessum tíma var heimsfaraldurinn enn í gangi og það tók tíma að komast í samband við einhvern þarna hjá sendiráðinu. En ég fékk að lokum netfang hjá Þjóðminjasafninu í Reykjavík og sendi þeim í kjölfarið tölvupóst. Sally tók þá ákvörðun að gefa Þjóðminjasafni Íslands bókina til sýningar, enda er bókin einstakt safn heimilda.Aðsend Ég sendi þeim síðan hluta af myndunum og bréfunum hans föður míns. Í kjölfarið spurðu þau hvort ég myndi vilja gefa safninu bókina. Ég ákvað að gera það, en ég gat einhvern veginn ekki hugsað mér að senda bókina í pósti. Ég vildi frekar koma sjálf til Íslands og afhenda þeim bókina. Mér fannst það vera falleg leið til að heiðra minningu föður míns.“ Akureyri í upphafi fimmta áratugarins.Aðsend Sally flaug síðan til Íslands um miðjan apríl og afhenti Þjóðminjasafninu bókina. Hún nýtti að sjálfsögðu tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og heimsótti þá staði sem faðir hennar hafði sagt henni frá, og getið er í bókinni. Hún heimsótti til dæmis Þjóðleikhúsið og Hótel Borg. „Mér fannst virkilega erfitt að gefa bókina frá mér, en ég er viss um að hún sé núna komin á réttan stað.“
Einu sinni var... Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira