Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2024 19:34 Frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra, til heildarlöggjafar um lagareldi, nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis og er mjög viðamikið. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi á miðvikudag og í morgun fóru fulltrúar ráðuneytisins yfir frumvarpið í heild með atvinnuveganefnd sem nú hefur málið til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt að í frumvarpinu er kveðið á um ótímabundin leyfi en núgildandi lög kveða á um rekstrarleyfi til 16 ára. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af þessum anga málsins og þar með talin formaður Samfylkingarinnar sem óttaðist að með ótímabærum leyfum væri verið að gefa eldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. Matvælaráðherra segir upplýsingaóreiðu ríkja um málið. „Ég vil koma því á framfæri, af því að skil, að þegar lögfræðin og réttlætiskennt fólksins í landinu fer ekki saman, að þá finnst mér að manni beri að hlusta og ég held að þetta sé einn af þessum stóru póstum sem hefur verið mikið til umfjöllunar, ásamt fleirum, og ég tel gríðarlega mikilvægt að við náum utan um þetta mál því það hefur ríkt ófremdarástand í greininni“ „Og þess vegna var farið í að vinna það með þessum hætti en fyrst og fremst er markmiðið að ná utan um þetta þannig að náttúruverndin og umhverfisverndin nái fram að ganga og þess vegna held ég að sé mikilvægt og ég bara vil segja það hér að ég lýsi mig tilbúna til að vinna með þinginu að farsælli lausn af því að það er auðvitað það sem við þurfum að gera við þurfum að koma betri böndum á greinina.“ Hún segir að markmið laganna um umhverfisvernd vera aðalatriðið. Ertu að lýsa þig reiðubúna að draga til baka þetta með ótímabundnu leyfin? „Ekki endilega að draga neitt til baka heldur bara að ef atvinnuveganefnd vill leggja til einhvers konar breytingar á þeim atriðum sem hafa verið meira til umfjöllunar en aðrar og fólki finnst réttlætinu ekki vera náð fram með þessu, þá já lýsi ég mig tilbúna til að vinna með þeim en það er auðvitað þingsins að velta því upp þegar búið er að fá umsagnir og umfjöllun en ég held að það sé mikilvægt að þau viti að ég sé tilbúin að vinna með þeim að breytingum ef þess gerist þörf. Aðalmálið er að markmið frumvarpsins nái fram að ganga og þar horfi ég á náttúruna og umhverfið.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi á miðvikudag og í morgun fóru fulltrúar ráðuneytisins yfir frumvarpið í heild með atvinnuveganefnd sem nú hefur málið til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt að í frumvarpinu er kveðið á um ótímabundin leyfi en núgildandi lög kveða á um rekstrarleyfi til 16 ára. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af þessum anga málsins og þar með talin formaður Samfylkingarinnar sem óttaðist að með ótímabærum leyfum væri verið að gefa eldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. Matvælaráðherra segir upplýsingaóreiðu ríkja um málið. „Ég vil koma því á framfæri, af því að skil, að þegar lögfræðin og réttlætiskennt fólksins í landinu fer ekki saman, að þá finnst mér að manni beri að hlusta og ég held að þetta sé einn af þessum stóru póstum sem hefur verið mikið til umfjöllunar, ásamt fleirum, og ég tel gríðarlega mikilvægt að við náum utan um þetta mál því það hefur ríkt ófremdarástand í greininni“ „Og þess vegna var farið í að vinna það með þessum hætti en fyrst og fremst er markmiðið að ná utan um þetta þannig að náttúruverndin og umhverfisverndin nái fram að ganga og þess vegna held ég að sé mikilvægt og ég bara vil segja það hér að ég lýsi mig tilbúna til að vinna með þinginu að farsælli lausn af því að það er auðvitað það sem við þurfum að gera við þurfum að koma betri böndum á greinina.“ Hún segir að markmið laganna um umhverfisvernd vera aðalatriðið. Ertu að lýsa þig reiðubúna að draga til baka þetta með ótímabundnu leyfin? „Ekki endilega að draga neitt til baka heldur bara að ef atvinnuveganefnd vill leggja til einhvers konar breytingar á þeim atriðum sem hafa verið meira til umfjöllunar en aðrar og fólki finnst réttlætinu ekki vera náð fram með þessu, þá já lýsi ég mig tilbúna til að vinna með þeim en það er auðvitað þingsins að velta því upp þegar búið er að fá umsagnir og umfjöllun en ég held að það sé mikilvægt að þau viti að ég sé tilbúin að vinna með þeim að breytingum ef þess gerist þörf. Aðalmálið er að markmið frumvarpsins nái fram að ganga og þar horfi ég á náttúruna og umhverfið.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13
Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11