„Þessi ákvörðun var ekki tekin í Valhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:31 Einn þekktasti kosningasmali landsins er genginn til liðs við Katrínu Jakobsdóttur. Friðjón er einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er það skoðun margra að þetta staðfesti illan grun um allsherjar samkrull milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. vísir/frosti/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum. Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent