Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Jakob Bjarnar skrifar 24. apríl 2024 12:32 Steinunn Ólína segir frumvarp Bjarkeyjar Olsen um lagareldi jaðra við landráð. Þetta er frumvarp sem Katrín Jakobsdóttir kom að í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur og það sé illt til þess að hugsa að hún verði svo til að undirrita þessi sömu lög í haust. vísir/vilhelm Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. „Á meðan ég tók þátt í pallborðsumræðum í beinni útsendingu á móti Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur hjá Vísi í gær hófust á Alþingi Íslendinga umræður um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur Vinstri - Grænum þá matvælaráðherra sem skilað var inn til þingsins þann 27. mars síðastliðinn.“ Þannig hefst ávarp sem Steinunn Olína flutti á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Hún heldur áfram og segir að Katrín Jakobsdóttir hafi verið starfandi matvælaráðherra í fjarvist Svandísar sem þá var í veikindaleyfi. „Verði þetta frumvarp Katrínar Jakobsdótturr og Svandís Svavarsdóttir um lagareldi samþykkt, þá höfum við Íslendingar gefið einkaleyfishöfum í fiskeldi í hafi, ótímabundin aðgang og yfirráð yfir okkar fallegu íslensku fjörðum á Vesturlandi og Austurlandi.“ Til þess voru refirnir skornir Steinunn Ólína segir þetta smjörþefinn af því sem íslensk sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hyggst fyrir. Það skyldi enginn velkjast í vafa um að þetta er nýtt gjafakvótakerfi sem deilt verður út með leyfum fjarða á milli sem bæði má selja og leigja áfram meðan birgðir endast. En birgðirnar muni ekki endast lengi, því litla sem enga ábyrgð eða skyldur skulu fjarðargafakvótaeigendurnir nýju bera gagnvart náttúru og lífríki Íslands. „Afleiðingar ófyrirsjáanlegar og óafturkræfar munum við Íslendingar hinsvegar bera. Auðsýnt er að fyrrverandi forsætisráðherra forðaði sér úr stjórnmálunum áður en frumvarp hennar og Svandísar fór til umræðu í þinginu. Þetta gjafakvótafrumvarp ætlar hún að reyna að þvo hendur sínar af sér með forsetaframboði sínu,“ segir Steinunn Ólína. Það er ljóst að henni þykir þetta jaðra við landráð. „Nú illu heilli er að raungerast fyrir augum okkar um hvað málskotsréttur forseta Íslands fjallar og það mun því skipta máli hver situr í embætti forseta Íslands þegar frumvarp þetta mun fara í atkvæðagreiðslu í þinginu. Og verði þá í embætti forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að spyrja að leikslokum. Hver trúir því að hún í embætti forseta Íslands muni hafna frumvarpi því sem var samið af hennar flokksfólki í hennar ríkisstjórn. “ Óhuggulegt frumvarp Í lok ávarps síns snýr Steinunn Ólína tali sínu að hugtakinu vanhæfi og biður fjölmiðla um að fjalla ekki um neitt annað mál, en ljóst er að margir eru að vakna upp við illan leik vegna frumvarpsins sem Bjarkey flutti í gær: „Hugtakið vanhæfi snýr öðrum þræði að yfirbragði kerfisins. Hafið á að vera yfir allan vafa hvort forseti Íslands sé hæfur þegar kemur að undirritun laga frá Alþingi Ég vil biðja fjölmiðlafólk þvert á ritsjórnir að sinna upplýsingaskyldu sinni og flytja almenningi engar fréttir aðrar en þær sem varða þetta óhuggulega, ég leyfi mér að segja, landráðamál sem i uppsiglingu er á Alþingi Ísland. Þegar nú öðru sinni á að gefa frá okkur auðlindir okkar.“ Sjókvíaeldi Vinstri græn Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
„Á meðan ég tók þátt í pallborðsumræðum í beinni útsendingu á móti Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur hjá Vísi í gær hófust á Alþingi Íslendinga umræður um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur Vinstri - Grænum þá matvælaráðherra sem skilað var inn til þingsins þann 27. mars síðastliðinn.“ Þannig hefst ávarp sem Steinunn Olína flutti á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Hún heldur áfram og segir að Katrín Jakobsdóttir hafi verið starfandi matvælaráðherra í fjarvist Svandísar sem þá var í veikindaleyfi. „Verði þetta frumvarp Katrínar Jakobsdótturr og Svandís Svavarsdóttir um lagareldi samþykkt, þá höfum við Íslendingar gefið einkaleyfishöfum í fiskeldi í hafi, ótímabundin aðgang og yfirráð yfir okkar fallegu íslensku fjörðum á Vesturlandi og Austurlandi.“ Til þess voru refirnir skornir Steinunn Ólína segir þetta smjörþefinn af því sem íslensk sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hyggst fyrir. Það skyldi enginn velkjast í vafa um að þetta er nýtt gjafakvótakerfi sem deilt verður út með leyfum fjarða á milli sem bæði má selja og leigja áfram meðan birgðir endast. En birgðirnar muni ekki endast lengi, því litla sem enga ábyrgð eða skyldur skulu fjarðargafakvótaeigendurnir nýju bera gagnvart náttúru og lífríki Íslands. „Afleiðingar ófyrirsjáanlegar og óafturkræfar munum við Íslendingar hinsvegar bera. Auðsýnt er að fyrrverandi forsætisráðherra forðaði sér úr stjórnmálunum áður en frumvarp hennar og Svandísar fór til umræðu í þinginu. Þetta gjafakvótafrumvarp ætlar hún að reyna að þvo hendur sínar af sér með forsetaframboði sínu,“ segir Steinunn Ólína. Það er ljóst að henni þykir þetta jaðra við landráð. „Nú illu heilli er að raungerast fyrir augum okkar um hvað málskotsréttur forseta Íslands fjallar og það mun því skipta máli hver situr í embætti forseta Íslands þegar frumvarp þetta mun fara í atkvæðagreiðslu í þinginu. Og verði þá í embætti forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að spyrja að leikslokum. Hver trúir því að hún í embætti forseta Íslands muni hafna frumvarpi því sem var samið af hennar flokksfólki í hennar ríkisstjórn. “ Óhuggulegt frumvarp Í lok ávarps síns snýr Steinunn Ólína tali sínu að hugtakinu vanhæfi og biður fjölmiðla um að fjalla ekki um neitt annað mál, en ljóst er að margir eru að vakna upp við illan leik vegna frumvarpsins sem Bjarkey flutti í gær: „Hugtakið vanhæfi snýr öðrum þræði að yfirbragði kerfisins. Hafið á að vera yfir allan vafa hvort forseti Íslands sé hæfur þegar kemur að undirritun laga frá Alþingi Ég vil biðja fjölmiðlafólk þvert á ritsjórnir að sinna upplýsingaskyldu sinni og flytja almenningi engar fréttir aðrar en þær sem varða þetta óhuggulega, ég leyfi mér að segja, landráðamál sem i uppsiglingu er á Alþingi Ísland. Þegar nú öðru sinni á að gefa frá okkur auðlindir okkar.“
Sjókvíaeldi Vinstri græn Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13
Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39