Þjálfari hljóp inn á, var rekinn út af og reyndi að faðma dómara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2024 09:01 Svíinn Jan Jönsson er þrautreyndur þjálfari. Hann tók við kvennaliði Stabæk í ár. getty/Magnus Andersson Þjálfari Stabæk hagaði sér eins og kjáni í leik gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Hann reyndi meðal annars að faðma kvenkyns dómara leiksins. Undir lok leiksins var Karina Sævik, leikmaður Vålerenga, á spretti við hliðarlínuna þegar Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, hljóp inn á völlinn og stöðvaði hana. Jönsson fékk rauða spjaldið fyrir þetta. Hann reyndi að afsaka sig og virtist svo í kjölfarið faðma fjórða dómara leiksins, Marit Skurdal. Hún gagnrýndi Jönsson eftir leik og sagði að svona lagað ætti ekki heima á fótboltavelli. Jönsson reyndi aftur á móti að bera blak af sér. „Ég vildi biðjast afsökunar,“ sagði þjálfarinn. „Það var komið fram í uppbótartíma og ég reyndi að ná boltanum til að taka innkast snögglega. Boltinn var klárlega farinn út af og ég fór meter inn á völlinn til að ná í hann. Ég vildi koma leiknum aftur af stað. Það var uppbótartími og Vålerenga sparkaði boltanum í burtu til að tefja.“ Dómari leiksins, Veronika Fjeldvær, sagði Jönsson hafa farið yfir strikið og það væri núna í höndum norska knattspyrnusambandsins hvort hann fengi frekari refsingu. Vålerenga vann leikinn, 3-2. Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Vålerenga sem er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Undir lok leiksins var Karina Sævik, leikmaður Vålerenga, á spretti við hliðarlínuna þegar Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, hljóp inn á völlinn og stöðvaði hana. Jönsson fékk rauða spjaldið fyrir þetta. Hann reyndi að afsaka sig og virtist svo í kjölfarið faðma fjórða dómara leiksins, Marit Skurdal. Hún gagnrýndi Jönsson eftir leik og sagði að svona lagað ætti ekki heima á fótboltavelli. Jönsson reyndi aftur á móti að bera blak af sér. „Ég vildi biðjast afsökunar,“ sagði þjálfarinn. „Það var komið fram í uppbótartíma og ég reyndi að ná boltanum til að taka innkast snögglega. Boltinn var klárlega farinn út af og ég fór meter inn á völlinn til að ná í hann. Ég vildi koma leiknum aftur af stað. Það var uppbótartími og Vålerenga sparkaði boltanum í burtu til að tefja.“ Dómari leiksins, Veronika Fjeldvær, sagði Jönsson hafa farið yfir strikið og það væri núna í höndum norska knattspyrnusambandsins hvort hann fengi frekari refsingu. Vålerenga vann leikinn, 3-2. Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Vålerenga sem er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.
Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira