Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. apríl 2024 22:42 Sigmundur og Eva telja kjaftasögur geta verið mikilvæga breytu. Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira