„Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 20. apríl 2024 11:46 Ármann Höskuldsson segist ekki hafa séð gögn sem bendi til þess að annað gos fari að hefjast. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. „Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira