Þórhildur og Heiða María hlutu Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 12:46 Dr. Þórhildur Halldórsdóttir og Dr. Heiða María Sigurðardóttir eru handhafar Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs 2024 og 2023. Rannís Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram í gær. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur framúrskarandi vísindakonum en fyrir árið 2023 hlaut Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands verðlaunin og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir árið 2024. Frá þessu segir að vef stjórnarráðsins en Hvatningarverðlaunin eru veitt vísindafólki sem snemma á ferlinum þykja hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 1987 og sé markmið þeirra að hvetja vísindafólk til dáða og vekja athygli almennings á mikilvægi rannsókna og starfi vísindafólks. „Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2023 – Dr. Heiða María Sigurðardóttir Dr. Heiða María Sigurðardóttir er sérfræðingur í taugavísindum með sérstaka áherslu á hugræn taugavísindi. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2005 og varði doktorsritgerð sína frá taugavísindadeild Brown-háskóla í Bandaríkjunum árið 2013. Hún hefur síðan stundað rannsóknir og kennslu við HÍ og tók við stöðu lektors við sálfræðideild skólans árið 2016 og hlaut framgang í stöðu prófessors árið 2023. Heiða er afkastamikill rannsakandi og meðhöfundur fleiri tuga vísindagreina sem safnað hafa hundruðum tilvitnana. Þá hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem m.a. hafa verið styrkt af Rannsóknasjóði. Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2024 – Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Dr. Þórhildur Halldórsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með sérstaka áherslu á áhættu og verndarþætti sem móta líðan hjá börnum og ungmennum. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2008, meistaranámi í klínískri barnasálfræði frá Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum árið 2011 og doktorsnámi frá sama skóla árið 2014. Að námi loknu starfaði Þórhildur sem nýdoktor hjá Max Planck stofnuninni fyrir geðlækningar í Þýskalandi áður en hún sneri aftur til Íslands. Hún var ráðin lektor við HR árið 2019 og hefur frá árinu 2021 leitt nýtt rannsóknarsetur um samspil umhverfis og erfða innan skólans. Þórhildur hefur skapað sér sérstöðu með því að tvinna saman ólík fræðasvið, sálfræði, erfðafræði og faraldsfræði, í þeim tilgangi að rannsaka áhættu- og verndarþætti sem móta líðan barna. Hún hefur skarað fram úr þegar kemur að rannsóknum og verið meðhöfundur tæplega 40 rannsóknagreina sem safnað hafa um tvö þúsund tilvísunum. Þar að auki hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem hlotið hafa styrki úr bæði innlendum og erlendum rannsóknasjóðum,“ segir í tilkynningunni. Vísindi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Frá þessu segir að vef stjórnarráðsins en Hvatningarverðlaunin eru veitt vísindafólki sem snemma á ferlinum þykja hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 1987 og sé markmið þeirra að hvetja vísindafólk til dáða og vekja athygli almennings á mikilvægi rannsókna og starfi vísindafólks. „Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2023 – Dr. Heiða María Sigurðardóttir Dr. Heiða María Sigurðardóttir er sérfræðingur í taugavísindum með sérstaka áherslu á hugræn taugavísindi. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2005 og varði doktorsritgerð sína frá taugavísindadeild Brown-háskóla í Bandaríkjunum árið 2013. Hún hefur síðan stundað rannsóknir og kennslu við HÍ og tók við stöðu lektors við sálfræðideild skólans árið 2016 og hlaut framgang í stöðu prófessors árið 2023. Heiða er afkastamikill rannsakandi og meðhöfundur fleiri tuga vísindagreina sem safnað hafa hundruðum tilvitnana. Þá hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem m.a. hafa verið styrkt af Rannsóknasjóði. Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2024 – Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Dr. Þórhildur Halldórsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með sérstaka áherslu á áhættu og verndarþætti sem móta líðan hjá börnum og ungmennum. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2008, meistaranámi í klínískri barnasálfræði frá Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum árið 2011 og doktorsnámi frá sama skóla árið 2014. Að námi loknu starfaði Þórhildur sem nýdoktor hjá Max Planck stofnuninni fyrir geðlækningar í Þýskalandi áður en hún sneri aftur til Íslands. Hún var ráðin lektor við HR árið 2019 og hefur frá árinu 2021 leitt nýtt rannsóknarsetur um samspil umhverfis og erfða innan skólans. Þórhildur hefur skapað sér sérstöðu með því að tvinna saman ólík fræðasvið, sálfræði, erfðafræði og faraldsfræði, í þeim tilgangi að rannsaka áhættu- og verndarþætti sem móta líðan barna. Hún hefur skarað fram úr þegar kemur að rannsóknum og verið meðhöfundur tæplega 40 rannsóknagreina sem safnað hafa um tvö þúsund tilvísunum. Þar að auki hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem hlotið hafa styrki úr bæði innlendum og erlendum rannsóknasjóðum,“ segir í tilkynningunni.
Vísindi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira